Við byrjum yfirleitt á að spjalla svolítið saman, um allt mögulegt. Tónlist, áhugamál og hvað er í gangi þá stundina.
Ræðum um fjölskylduna, systkin og gæludýr. Á meðan hefur fjölskyldan komið sér vel fyrir inni í setustofunni í stúdíóinu og gæðir sér á kaffi eða te og spjallar saman.
Ég hef áhuga á að heyra um þitt líf, að það skemmtilegasta sé kannski að stunda sund og hitta vinina, spila tölvuleiki og pæla í stelpum.