Blikkaði til mín

Hann var í ungbarnamyndatöku, pínu peð, var ekkert á því að sofa og vera í einhverjum krúttpósum. Vildi bara vaka og skoða í kringum sig.  Ég fór því að mynda hann með pabba sínum og þá komst sá stutti í þvílíkt stuð. Blikkaði mig eins og til að segja ; nú ertu á réttri leið. Ég gat ekki stillt mig um að hlæja enda ótrúlegur karakter þarna á ferð. Ég hlakka til að mynda hann þegar hann eldist og ég fæ að kynnast honum betur.  Hann mun örugglega halda foreldrum sínum við efnið.

blikkandistrakurt

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *