Um Eydísi

Mér finnst fólk áhugavert, ég þreytist aldrei á því að mynda það og reyna ná fram persónuleika hvers og eins.

Ég myndi glöð lifa á kaffi,súkkulaði,rauðvíni og ostum.

Ég hef sérstakan hæfileika til að þekkja fólk á hnakkanum.  Ég hlæ mikið og oft.

Ég trúi því að ljósmynd sé eitthvað sem stöðvar eitt augnablik í tíma. Eitthvað sem hjálpar okkur að muna hvernig manneskja leit út, hvernig hún hreyfði sig,hljómaði og brosti á akkúrat þeim tímapunkti. Ég trúi því að ljósmyndir séu tengdar tíma og tilfinningum okkar

Eftir að ég hóf störf á ljósmyndastofunni Svipmyndum þá fann ég strax að þetta var það sem ég vildi gera. Ég varði 11 árum þar og fór í Tækniskólann meðfram því vinna á Svipmyndum.

Ég var svo lánsöm að Fríður Eggertsdóttir, eigandi Svipmynda og meistarinn minn kenndi mér allt sem hún vissi um ljósmyndun og fyrirtækjarekstur.

Ég ákvað svo að stofna fyrirtæki á seinasta ári í heimabænum mínum Mosfellsbæ. Þar bý ég með eiginmanni mínum, syni og hundi.

eydisprofile-1

Ég hlakka til að sjá ykkur,

Eydís.